Hindrar að konur blómstri

INNLENT  | 25. nóvember | 17:57 
UN Women munu á næstunni starfa með fyrirtækjum í að móta viðbrögð við kynbundnu ofbeldi á vinnustað. „Þetta er stór ástæða fyrir því að konur ná ekki að blómstra á vinnustað,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Ljósaganga UN Women var gengin síðdegis á baráttudegi SÞ.

Talsverður fjöldi fólks var samankominn í miðbænum nú síðdegis til að sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi með því að taka þátt í árlegri Ljósagöngu UN Women á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu Þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, flutti ávarp á Arnarhóli við upphaf göngunnar og í myndskeiðinu má sjá brot úr ræðu hennar.

UN Women munu á næstunni beita sér fyrir því að starfa með fyrirtækjum í að móta viðbrögð við kynbundnu ofbeldi á vinnustað. „Þetta er stór ástæða fyrir því að konur ná ekki að blómstra á vinnustað,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, framundan sé vinna við að þýða og staðfæra skýrslur um efnið og skapa þannig rétt tól til að aðstoða fyrirtæki í að móta rétt viðbrögð við kynbundnu ofbeldi á vinnustað sem taki mið af þolendum. 

Frétt af mbl.is

 

Þættir