13 létust í þyrluslysi

ERLENT  | 26. nóvember | 12:46 
Þrettán franskir hermenn úr sérsveitinni Barkhane í Malí létust þegar tvær þyrlur rákust á í aðgerðum herdeildarinnar gegn hryðjuverkamönnum í norðurhluta landsins.

Þrettán franskir hermenn úr sérsveitinni Barkhane í Malí létust þegar tvær þyrlur rákust á í aðgerðum herdeildarinnar gegn hryðjuverkamönnum í norðurhluta landsins.

Slysið varð í gærkvöldi en hermennirnir voru að eltast við vígamenn sem hafa gert nokkrar mannskæðar árásir á þessum slóðum undanfarnar vikur, samkvæmt upplýsingum frá forsætaembætti Frakklands.

Þættir