Setti símann á „air plane mode“ og allt fór í háaloft

FÓLKIÐ  | 27. nóvember | 16:28 
„Ég hef nú ekki oft sagt þessa sögu en ég skal segja hana núna og þá þarf ég aldrei að segja hana aftur,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í stórgóðu viðtali við Loga Bergmann Eiðsson en hún er næsti gestur hans í þáttunum Með Loga.

„Ég hef nú ekki oft sagt þessa sögu en ég skal segja hana núna og þá þarf ég aldrei að segja hana aftur,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í stórgóðu viðtali við Loga Bergmann Eiðsson en hún er næsti gestur hans í þáttunum Með Loga.

Hann veiðir þar upp úr henni hver viðbrögð hennar voru rétt í þann mund sem ríkisstjórn Íslands var að springa árið 2017.

„Ég hugsaði: þetta verður langur dagur á morgun og örugglega erfiður, þannig að ég setti bara símann á air plane mode og fór að sofa.“

Þórdís Kolbrún mun þannig hafa verið úthvíld eftir nóttina þegar við tók strembinn dagur með fallna ríkisstjórn. Þessi þáttur af Með Loga verður sýndur í Sjónvarpi Símans á fimmtudaginn. 

Þættir