Gróðurhús á öllum leikskólum?

INNLENT  | 28. nóvember | 16:38 
Ef hugmyndir þeirra Friðriks Atla Sigfússonar og Rúnars Þórs Þórarinssonar ganga eftir eiga öll leikskólabörn landsins eftir að geta tekið þátt í að rækta grænmeti og ávexti í gróðurhúsum. Hugmyndin er ein þeirra sem kynnt var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag á uppskeruhátíð Snjallræðis.

Ef hugmyndir þeirra Friðriks Atla Sigfússonar og Rúnars Þórs Þórarinssonar ganga eftir eiga öll leikskólabörn landsins eftir að geta tekið þátt í að rækta grænmeti og ávexti í gróðurhúsum. Hugmyndin er ein þeirra sem kynnt var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag á uppskeruhátíð samfélagshraðalsins Snjallræðis.

Í myndskeiðinu er rætt við þá félaga sem segja mikinn áhuga á hugmyndinni á meðal þeirra sem starfi á leikskólastiginu enda sé nú þegar gert ráð fyrir ræktun á flestum skólalóðum. Í dag sé hún þó berskjölduð fyrir veðri og vindum.

Snjall­ræði er fyrsti ís­lenski hraðall­inn fyr­ir sam­fé­lags­lega ný­sköp­un og er þetta í annað skipti sem hraðall­inn er hald­inn. Vinn­ingsteym­in átta sem val­in voru til þátt­töku í ár kynna eig­in lausn­ir við mörg­um af stærstu áskor­un­um sam­tím­ans.

Alls voru átta hugmyndir kynntar í dag:

Rót­in: Setja á fót stuðnings­set­ur fyr­ir kon­ur og koma á sam­starfi milli stofn­ana, sam­taka og annarra fagaðila sem fást við vímu­efnameðferð fyr­ir kon­ur, of­beldi og úr­vinnslu áfalla.

Tré lífs­ins: Tré lífs­ins hyggst bjóða upp á nýja val­mögu­leika við and­lát þannig að fólk geti skrá­sett sögu sína og hinstu ósk­ir fyr­ir and­lát. 

Innovati­on Plat­form: Skrá áskor­an­ir af ýms­um toga í gagna­grunn í þeim til­gangi að tengja sam­an ein­stak­linga, fyr­ir­tæki, stofn­an­ir o.fl. við rétta aðila sem líta á áskor­an­irn­ar sem tæki­færi til lausna.

EyCO: EyCo býður upp á frum­leg­ar og sér­sniðnar lausn­ir fyr­ir ein­stak­linga og fyr­ir­tæki til þess að kol­efnis­jafna eig­in starf­semi og dag­legt líf. 

Sam­fé­lags­gróður­hús: Verk­efnið Sam­fé­lags­gróður­hús snýst um að hanna og reisa gróður­hús á leik­skól­um lands­ins, þar sem börn leika sér að plönt­um og því að planta. Það spannst út frá verk­efn­inu ABC Lig­hts sem snýst um að hanna birtu- og hita­stýrða lýs­ingu fyr­ir gróður­hús sem mun spara fram­leiðend­um, neyt­end­um og þjóðarbú­inu hundruð millj­óna króna á ári, styrkja mat­væla­fram­leiðslu og vernda um­hverfið. 

Plogg-in er kerfi sem ætlað er til að hjálpa plokk­ur­um, úti­vistar­fólki og um­hverf­is­sinn­um sem reglu­bundið tína upp sorp sam­hliða hreyf­ingu, að skipu­leggja starf sitt.

The Green­Bytes: Lausn þar sem sölu­gögn, reikni­rit og véla­nám er nýtt til að draga úr mat­ar­sóun á veit­inga­stöðum og auka um leið hagnað þeirra.

Rephaiah: Mark­mið Rephaiah er að setja á fót óhagnaðardrif­in sam­tök sem hafa það að mark­miði að fram­leiða lífs­nauðsyn­leg lyf fyr­ir ung börn í Mala­ví.

Kynningarnar má sjá hér.

 Þættir