Sterkar æfingar eru að skila sér í leikina

ÍÞRÓTTIR  | 28. nóvember | 22:15 
Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga var ánægður með sína menn eftir nokkuð sterkan 89:75-sigur gegn Haukum í kvöld í Dominos-deild karla í körfubolta.

Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga var ánægður með sína menn eftir nokkuð sterkan 89:75-sigur gegn Haukum í kvöld í Dominos-deild karla í körfubolta. 

Einar sagði að vörn sinna manna í vetur hafi verið sterk og að lið Hauka sem að jafnaði skoraði 90 stig í leik skoraði aðeins 75 stig þetta kvöldið.

Einar sagði að eins og gegn góðum liðum hafi Haukar reglulega náð að finna lausnir enn þá hefðu Njarðvíkingar einfaldlega endurskipulagt sinn leik og að lokum landað sterkum sigri.

Einar sagði að liðið í dag væri einfaldlega betri liðsheild en var í upphafi móts. 

Þættir