Sjálfsmynd af Einari við húsverkin

FÓLKIÐ  | 2. desember | 16:25 
„Sumir segja að þær séu ekkert líkar mér. En ég hef margar hliðar og ég set þær fram hérna,“ segir myndlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson um sjálfsmyndirnar á sýningunni hans: „auglýsing“. Á einni þeirra sést Einar Örn munda Hoover-ryksugu.

„Sumir segja að þær séu ekkert líkar mér. En ég hef margar hliðar og ég set þær fram hérna,“ segir myndlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson um sjálfsmyndirnar á sýningunni hans: „auglýsing“. Á einni þeirra sést Einar Örn munda Hoover ryksugu.

mbl.is kíkti á sýninguna sem er á Laugavegi 15 þar sem Einar Örn tekur á móti sýningargestum. Þar er einnig hægt að hlusta á myndlistina því hann tók upp hljóðið í tússpennanum þegar hann teiknaði og hljóðið af myndunum verða til ómar undir sýningunni.

Einar Örn er auðvitað best þekktur sem tónlistarmaður og á að baki langan feril í tónsköpun og hann segir margt líkt með formunum tveimur. „Það er ákveðin aðferð. Maður byggir upp í tónlistinni, lag eftir lag. Það er það sama og ég geri í teikningunni. Ég finn svona fleti sem ég byrja á og held síðan áfram að vinna með og set það síðan fram. Hér á sýningunni er ég alltaf á staðnum eins og á tónleikum. Það yrði svolítið fúlt að fara á tónleika með hljómsveit sem ég væri í en ég væri ekki á staðnum.“ 

Í myndskeiðinu er spjallað við Einar Örn um myndlistina en hann lauk á dögunum meistaranámi í myndlist.

Þættir