Klopp hljóp inn á völlinn að fagna (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 4. desember | 15:11 
Erkifjendurnir Liverpool og Everton eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 20:15 á Anfield í kvöld. Liðin áttust við á vellinum 2. desember á síðasta ári og lauk leiknum með hádramatískum 1:0-sigri Liverpool.

Erkifjendurnir Liverpool og Everton eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 20:15 á Anfield í kvöld. Liðin áttust við á vellinum 2. desember á síðasta ári og lauk leiknum með hádramatískum 1:0-sigri Liverpool. 

Staðan var markalaus þangað til á sjöttu mínútu uppbótartímans er Divock Origi nýtti sér skelfileg mistök hjá Jordan Pickford í marki Everton og skoraði auðvelt mark. 

Svipmyndir frá markinu og fögnuðinum í kjölfarið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Þættir