Glæsilegt sigurmark á Stamford Bridge (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 4. desember | 22:58 
Chelsea hafði betur gegn nýliðum Aston Villa, 2:1, er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Stamford Bridge í kvöld.

Chelsea hafði betur gegn nýliðum Aston Villa, 2:1, er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Stamford Bridge í kvöld. 

Miðjumaðurinn ungi Mason Mount skoraði sigurmarkið, sem var aldeilis glæsilegt. Chelsea er í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig og Aston Villa í 15. sæti með 15 stig. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en hann var í beinni útsendingu á Símanum sport. 

Þættir