Gylfi við Tómas: Erum að spila langt undir getu

ÍÞRÓTTIR  | 4. desember | 23:29 
Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið hjá Everton er liðið tapaði á útivelli gegn Liverpool í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, 2:5.

Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið hjá Everton er liðið tapaði á útivelli gegn Liverpool í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, 2:5. 

„Þetta var erfið byrjun. Þeir voru komnir 2:0 yfir frekar snemma. Ég talaði um það fyrir leik að þeir væru erfiðir við að eiga í sókninni og sendingarnar og hlaupin inn fyrir vörnina var í heimsklassa hjá þeim,“ sagði Gylfi í samtali við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport eftir leik. 

Everton lék betur í seinni hálfleik og var staðan 4:2 þangað til skammt var eftir er Georginio Wijnaldum skoraði fimmta mark Liverpool. „Í stöðunni 4:2 höfðum við engu að tapa og vorum að reyna að setja smá pressu á þá og taka sénsa. Á móti liðum eins og Liverpool býður það hættunni heim.“

Eftir tapið er Everton í fallsæti. 

„Við erum að spila langt undir getu, við vitum það. Það er langt eftir og mikilvægur tími núna yfir jólin og yfir janúar og febrúar. Við verðum að leggja mikið á okkur, stilla strengi og koma okkur í gang,“ sagði Gylfi. 

Þættir