Liverpool ekki frábært heldur stórkostlegt (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 4. desember | 23:35 
Tómas Þór Þórðarson og Freyr Alexanderson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, voru á Anfield fyrir Símann sport, þar sem þeir sáu Liverpool vinna afar sannfærandi 5:2-sigur á Everton í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Tómas Þór Þórðarson og Freyr Alexanderson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, voru á Anfield fyrir Símann sport, þar sem þeir sáu Liverpool vinna afar sannfærandi 5:2-sigur á Everton í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Freyr sagði fyrir tímabilið að Liverpool þyrfti að kaupa framherja, ætli liðið sér að verða enskur meistari í vor. Hann dró það hins vegar til baka eftir frammistöðu Divock Origi í kvöld, en hann leysti Roberto Firmino af hólmi í byrjunarliðinu í kvöld. 

Hann bætti svo við að Liverpool geti ekki bara unnið enska meistaratitilinn á tímabilinu, heldur líka Meistaradeild Evrópu.

Freyr fór svo vel yfir leik Gylfa Þórs Sigurðssonar í kvöld, en hann var fyrirliði Everton og reyndi hvað hann gat til að rífa sína menn í gang. 

Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

 

 

Þættir