Fjögur mörk og mikið stuð á suðurströndinni (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 8. desember | 19:37 
Bright­on og Wol­ves skildu í dag jöfn, 2:2, í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í Bright­on. Liðin komust bæði yfir í leikn­um og skiptu að lok­um með sér stig­un­um.

Bright­on og Wol­ves skildu í dag jöfn, 2:2, í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í Bright­on. Liðin komust bæði yfir í leikn­um og skiptu að lok­um með sér stig­un­um. 

Di­ogo Jota kom Wol­ves yfir á 28. mín­útu, en Neal Maupay jafnaði á 34. mín­útu og aðeins tveim­ur mín­út­um síðar kom Davy Pröpp­er heima­mönn­um yfir. Jota var hins veg­ar aft­ur á ferðinni á 44. mín­útu og var staðan í hálfleik 2:2. 

Bright­on var lík­legra til þess að skora í seinni hálfleik en inn vildi bolt­inn ekki og fengu bæði lið því eitt stig. 

Svipmyndir úr þessum skemmtilega leik má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en hann var í beinni útsendingu á Símanum sport. 

Þættir