Var svo sannarlega leiðinlegur á vellinum (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 8. desember | 22:14 
„Þegar andstæðingurinn er meira með boltann og United fær að sitja til baka kemur hans styrkleiki meira og meira í ljós,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum sport í kvöld um Scott McTominay, miðjumann Manchester United, eftir 2:1-útisigur á Manchester City í gær.

„Þegar andstæðingurinn er meira með boltann og United fær að sitja til baka kemur hans styrkleiki meira og meira í ljós,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum sport í kvöld um Scott McTominay, miðjumann Manchester United, eftir 2:1-útisigur á Manchester City í gær.

Eiður var gestur í þættinum, sem Tómas Þór Þórðarson stýrir, ásamt Bjarna Þór Viðarssyni. Bjarni var sammála Eiði. „Hann var mjög góður. Ég hef kallað eftir því hjá United-mönnum að vera leiðinlegir inni á vellinum og hann var það svo sannarlega.“

Þríeykið fór vel yfir grannaslaginn í þættinum og þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

 

Þættir