Birta Abiba í úrslit Miss Universe

FÓLKIÐ  | 9. desember | 7:26 
Ungfrú Suður-Afríka var krýnd Miss Universe í gærkvöldi en fulltrúi Íslands, Birta Abiba Þórhallsdóttir, var meðal þeirra tíu sem komust í úrslit keppninnar.

Ungfrú Suður-Afríka var krýnd Miss Universe í gærkvöldi en fulltrúi Íslands, Birta Abiba Þórhallsdóttir, var meðal þeirra tíu sem komust í úrslit keppninnar. 

Zozibini Tunzi, 26 ára, var ákaft fagnað eftir að hafa flutt lokaræðuna á úrslitunum í gærkvöldi. Þar talaði hún um að vilja valdefla ungar konur til að auka sjálfstraust þeirra. „Ég ólst upp í heimi þar sem konur sem líta út eins og ég, með þennan húðlit og hár, voru aldrei álitnar fallegar,“ sagði Tunzi í ræðu sinni. „Ég held að það sé orðið tímabært að þetta breytist,“ bætti hún við.

 

Alls tóku yfir 90 konur þátt í keppninni sem var haldin í Atlanta. Birta var ein þeirra sem komust í tíu kvenna úrslit en þær tvær sem þóttu sigurstranglegastar fyrir keppnina, ungfrú Taíland, Paweensuda Saetan-Drouin, og ungfrú Filippseyjar, Gazini Ganados, komust hins vegar ekki í tíu kvenna úrslitin. 

 

Ungfrú Búrma, Swe Zin Htet, komst ekki í úrslitin en hún komst í fréttirnar fyrir að vera fyrst kvenna í keppninni til að staðfesta opinberlega að vera samkynhneigð. Í viðtali við People-tímaritið sagði hún að þátttaka í keppninni hefði vonandi mjög mikil og jákvæð áhrif á LGBTQ-samfélagið í Búrma en samkynhneigð er ólögleg í landinu og má dæmda fólk í lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð.

 

Í fyrra tók trans-kona í fyrsta skipti þátt í Miss Universe en það var ungfrú Spánn, Angela Ponce. 

Frétt K100

Mest skoðað

Þættir