Í tjaldi á Íslandi í desember

INNLENT  | 10. desember | 11:25 
Það eru ekki margir sem myndu leggja upp í göngutúr um landið í desember og dvelja í tjaldi á næturnar. Það er þó það sem þeir Marco Roman og Dominik Cuonen eru að gera þessa dagana þótt þeir geri undantekningu og dvelji á hóteli á meðan fárviðrið gengur yfir landið.

Það eru ekki margir sem myndu leggja upp í göngutúr um landið í desember og dvelja í tjaldi á næturnar. Það er þó það sem þeir Marco Roman og Dominik Cuonen eru að gera þótt þeir geri undantekningu og dvelji á hóteli á meðan fárviðrið gengur yfir landið. 

Ég hitti þá félaga á Laugarvatni í gær þar sem þeir voru á leiðinni í heitt bað í Fontana eftir að hafa verið í tjaldi á Þingvöllum í þrjá daga. Þeir láta vel af ferðalaginu og segjast fylgjast vel með veðurspá en Cuonen starfar við leiðsögustörf í heimalandinu og segist því ýmsu vanur. 

Mest skoðað

Þættir