„Hann er aðeins farinn að blása“

INNLENT  | 10. desember | 11:39 
„Hann er aðeins farinn að blása hjá okkur,“ má heyra stýrimann á varðskipinu Þór segja við félaga sinn á myndskeiði Landhelgisgæslunnar sem tekið var út af Dýrafirði snemma í morgun.

„Hann er aðeins farinn að blása hjá okkur,“ má heyra stýrimann á varðskipinu Þór segja við félaga sinn á myndskeiði Landhelgisgæslunnar sem tekið var út af Dýrafirði snemma í morgun. Eins og sjá má var þá farið að hvessa hressilega á Vestfjarðamiðum og gekk sjórinn yfir varðskipið. 

Frétt mbl.is

Varðskipið Þór er til taks í Ísafjarðardjúpi ef á þarf að halda en skipið hefur sinnt eftirliti á hafsvæðinu umhverfis landið undanfarna daga. Eins og gefur að skilja er lítil skipaumferð á Vestfjörðum. Fjögur skip eru undir Grænuhlíð og eitt tankskip er á leið fyrir Hornbjarg og fer suður með Vestfjörðum. Engin skipaumferð er á miðunum norður af landinu en stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fylgist vel með skipaumferð umhverfis landið allt.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni eru þyrlur gæslunnar sömuleiðis til taks í Reykjavík. 

 


 

Þættir