Öldurnar láta illa við Eiðsgranda

INNLENT  | 10. desember | 16:10 
Norðanáttin sem fylgir óveðrinu sem gengur núna yfir landið veldur því að öldurnar skella með miklum þunga á varnargarðana við Eiðsgranda í Vesturbænum.

Norðanáttin sem fylgir óveðrinu sem gengur núna yfir landið veldur því að öldurnar skella með miklum þunga á varnargarðana við Eiðsgranda í Vesturbænum. 

Fyrir vikið hefur sjór frussast yfir nærliggjandi göngustíga og jafnvel út á götu, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greindi einmitt frá því í gær að vegna sterkrar norðanáttarinnar myndi Esjan ekki veita nægjanlegt skjól í dag. Sjórinn myndi ýfast upp í Kollafirði og aldan skella á Sæbrautinni. 

Aldan mun skella

Þættir