Allir farnir að bryðja smákökurnar fyrir jólin

ÍÞRÓTTIR  | 11. desember | 21:15 
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, er að öllu jöfnu hress og engin undantekning varð á í kvöld þegar blaðamaður hitti á kappann eftir sigur gegn Skallagrím í Dominos-deild kvenna í körfubolta, 69:63.

Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, er að öllu jöfnu hress og engin undantekning varð á í kvöld þegar blaðamaður hitti á kappann eftir sigur gegn Skallagrím í Dominos-deild kvenna í körfubolta, 69:63.   

Jón sagðist ekki hafa útskýringu á því andrúmslofti sem lá yfir leikmönnum þetta kvöldið. Hann viðurkenndi fúslega að þetta hafi líkast til ekki verið skemmtilegt áhorfs en að það sem skipti öllu máli var að lið hans sigraði og átti hann ekki von á öðru enn að hrósa sínu liði inni í klefa eftir leik. 

Þættir