Liðsbragur góður á báðum endum vallarins

ÍÞRÓTTIR  | 19. desember | 22:50 
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, gat verið sáttur við sína menn eftir sannfærandi 101:77-sigur á Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í körfubolta.

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, gat verið sáttur við sína menn eftir sannfærandi 101:77-sigur á Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í körfubolta.

Einar skilar því í hús 6 sigrum í röð fyrir Njarðvíkinga og sagði að staða liðsins ætti að vera ágæt ef tekið er mið af brösugri byrjun í mótinu. Einar sagðist alls ekki hafa reiknað með að taka svo stóran sigur á Þórsurum enda þykir honum mikil til þessa liðs komið.

Einar sagðist ekki síður ánægður með sína menn í kvöld sem tóku Þórsara úr sínum takti og þvinguðu þá í 25 tapaða bolta, lið sem fyrir leik hafði tapað um 12 boltum að meðaltali í leik. Hálfleiksræða Einars fór í að ræða varnarleikinn og sagði hann lið sitt hafa svarað þeirri ræðu mjög vel. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 

Þættir