Stóðumst áhlaupið á lokasprettinum

ÍÞRÓTTIR  | 6. janúar | 22:00 
Dominikas Milka, einn besti leikmaður Dominos-deildarinnar í körfubolta, var nokkuð sáttur við 95:84-sigur sinna manna gegn Tindastóli í kvöld. Milka sagði að allir sigrar í deildinni væru mikilvægir en að þessi væri það sérstaklega þar sem að liðin væru að slást á svipuðum slóðum í deildinni.

Dominikas Milka, einn besti leikmaður Dominos-deildarinnar í körfubolta, var nokkuð sáttur við 95:84-sigur sinna manna gegn Tindastóli í kvöld. Milka sagði að allir sigrar í deildinni væru mikilvægir en þessi væri það sérstaklega þar sem liðin væru að slást á svipuðum slóðum í deildinni. 

Milka sagði það vera mikilvægt að byrja nýtt ár eftir hátíðarnar með sigri því að komandi tíð hjá Keflvíkingum væri erfið þar sem þeir spila gegn erfiðum liðum.

Milka var því sammála að þriðji fjórðungur leiksins hafi verið ákveðinn vendipunktur en sagðist að sjálfsögðu hafa haft smá áhyggjur á lokasprettinum þegar Tindastóll tók áhlaup og reyndi að stela sigrinum. 

Þættir