Vinnum þá þegar það skiptir máli

ÍÞRÓTTIR  | 6. janúar | 22:00 
Pétur Rúnar Birgisson bakvörður Tindastóls var að vonum ekki sáttur með kvöldið eftir 84:95-tap í Keflavík í Dominos-deild karla í körfubolta. Pétur sagði að áherslur kvöldsins hafi verið að stoppa tvíleik þeirra Dominikas Milka og Harðar Axels Vilhjálmssonar en það hafi ekki gengið sem skyldi.

Pétur Rúnar Birgisson bakvörður Tindastóls var að vonum ekki sáttur með kvöldið eftir 84:95-tap í Keflavík í Dominos-deild karla í körfubolta. Pétur sagði að áherslur kvöldsins hafi verið að stoppa tvíleik þeirra Dominikas Milka og Harðar Axels Vilhjálmssonar en það hafi ekki gengið sem skyldi.

Pétur sagði að þriðji leikhluti hafi verið þeim Tindastólsmönnum þungur og að Keflavík hafi nánast skorað af vild og þegar boltinn vildi ekki ofan í þá tóku þeir sóknarfrákast og skoruðu samt. 

Pétur gerði lítið úr því að Tindastólsmenn væru ekki búnir að ná sigri gegn Keflavík í vetur og sagði hann að þeir myndu ná sigrinum þegar það virkilega skipti máli. 

Þættir