Ákveðinn í að vinna leikinn

ÍÞRÓTTIR  | 16. janúar | 23:14 
Dominykas Milka, miðherjinn stæðilegi hjá Keflvíkingum er án nokkurs vafa besti leikmaður úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í dag.

Dominykas Milka, miðherjinn stæðilegi hjá Keflvíkingum er án nokkurs vafa besti leikmaður úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í dag. Milka sagði eftir sigur gegn Njarðvík í kvöld að varnarleikur liðsins hefði vegið þungt í sigrinum.

Kefl­vík­ing­ar unnu í gryfj­unni

Þá sagði hann einnig að þrátt fyrir sterkt lið Njarðvíkinga væri það þannig að Keflavík væri það líka og í hvert skipti virtist einhver leikmaður liðsins stíga upp þegar á þyrfti að halda. Dominykas sagðist vel finna fyrir því að rimmurnar gegn Njarðvík væru öðruvísi og úti í bæ hitti hann stuðningsmenn beggja liða með ýmis skilaboð. Hann sagði skilaboð frá stuðningsmönnum Njarðvíkinga vera þannig að þau ykju á ákveðni hans að vinna leikinn. 

 

Þættir