Víti, þrjú mörk og óvæntur sigur (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 19. janúar | 20:59 
Burnley vann sinn fyrsta sig­ur í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta síðan 21. des­em­ber er liðið lagði Leicester á heima­velli í dag, 2:1.

Burnley vann sinn fyrsta sig­ur í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta síðan 21. des­em­ber er liðið lagði Leicester á heima­velli í dag, 2:1.

Leicester komst yfir á 33. mín­útu með marki Har­vey Barnes en Chris Wood jafnaði á 56. mín­útu. Leicester fékk gott færi til að skora á 68. mín­útu en Tom Pope gerði glæsi­lega í að verja víta­spyrnu frá Jamie Var­dy. 

Það átti eft­ir að vera dýr­keypt fyr­ir Leicester því Ashley Westwood skoraði sig­ur­mark Burnley á 79. mín­útu. Leicester hef­ur tapað tveim­ur leikj­um í röð í deild­inni.

Þættir