Fimm stórkostleg mörk hjá Arsenal og Chelsea (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 20. janúar | 15:51 
Chelsea og Arsenal eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta annað kvöld klukkan 20:15. Í tilefni þess rifjum við upp fimm stórkostleg mörk sem hafa verið skoruð í leikjum liðanna á síðustu árum.

Chelsea og Arsenal eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta annað kvöld klukkan 20:15. Í tilefni þess rifjum við upp fimm stórkostleg mörk sem hafa verið skoruð í leikjum liðanna á síðustu árum. 

Að sjálfsögðu er Didier Drogba með mark í myndskeiðinu, en Arsenal var sennilega uppáhaldsandstæðingur hans. Alltaf virtist Drogba skora í Lundúnaslagnum. 

Sjón er sögu ríkari og þessi fimm glæsilegu mörk má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir