Tók Agüero sex mínútur að skora sigurmarkið (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 21. janúar | 22:45 
Manchester City minnkaði for­skot Li­verpool á toppi ensku úrvalsdeild­ar­inn­ar í þrett­án stig í kvöld með því að sigra Sheffield United á úti­velli, 1:0.

Manchester City minnkaði for­skot Li­verpool á toppi ensku úrvalsdeild­ar­inn­ar í þrett­án stig í kvöld með því að sigra Sheffield United á úti­velli, 1:0.

Sergio Agüero skoraði sig­ur­markið á 73. mín­útu, ný­kom­inn inn á sem varamaður, eft­ir send­ingu frá Kevin De Bruyne.

City er þá komið með 51 stig en Li­verpool er með 64 stig og á tvo leiki til góða. Sheffield United er í 7. sæti með 33 stig.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá hér fyr­ir neðan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

 

 

Þættir