Fyrsti sigur Tottenham á árinu (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 22. janúar | 22:46 
Totten­ham vann naum­an 2:1-sig­ur á Norwich í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í kvöld. Heung-min Son skoraði sig­ur­markið á 79. mín­útu. Sigurinn var sá fyrsti í deildinni hjá Tottenham á árinu.

Totten­ham vann naum­an 2:1-sig­ur á Norwich í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í kvöld. Heung-min Son skoraði sig­ur­markið á 79. mín­útu. Sigurinn var sá fyrsti í deildinni hjá Tottenham á árinu.

Dele Alli kom Totten­ham yfir á 38. mín­útu með eina marki fyrri hálfleiks, en Teemu Pukki jafnaði á 70. mín­útu úr víta­spyrnu. Totten­ham átti hins veg­ar síðasta orðið því Son skoraði á 79. mín­útu og þar við sat.

Totten­ham fór upp í 34 stig og sjötta sætið með sigr­in­um, en Norwich er á botn­in­um með 17 stig. 

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

Þættir