Vonir dvína í Tyrklandi

ERLENT  | 26. janúar | 12:29 
Búið er að bjarga tæplega fimmtíu manns úr húsarústum í Elazig-héraði í Tyrklandi eftir jarðskjálftann öfluga sem þar reið yfir á föstudagskvöld. Yfirvöld segja að tala látinna sé komin upp í 31, en hátt á annað þúsund manns slösuðust.

Búið er að bjarga tæplega fimmtíu manns úr húsarústum í Elazig-héraði í Tyrklandi eftir jarðskjálftann öfluga sem þar reið yfir á föstudagskvöld. Yfirvöld segja að tala látinna sé komin upp í 31, en hátt á annað þúsund manns slösuðust.

Mest tjón varð í bænum Sivrice, en upptök skjálftans voru beint undir bænum, sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna við Hazar-vatn. Þar hafa nærri 4.000 björgunarsveitarmenn lagt nótt við dag við að reyna að grafa sig í gegnum húsarústir í von um að finna fleiri á lífi.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/01/25/heldu_ad_domsdagur_vaeri_upp_runninn/

Vonin um það dvínar, en enginn hefur fundist á lífi frá því í gærkvöldi, þegar ung kona og tveggja ára dóttir hennar voru grafnar upp eftir að hafa verið í rústunum í 28 og 24 tíma.

 

Um það bil 500 eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu frá því á föstudagskvöld og hefur það valdið því að margir íbúar treysta sér ekki til þess að snúa aftur á heimili sín, þrátt fyrir að úti sé ískalt. Margir hafast við á götum úti og ylja sér við opinn eld en einnig hafa yfirvöld sett upp neyðarskýli.

„Alltaf þegar það hristist verður þú hræddur. Við neyðumst til að rjúka út,“ segir Abdi Guney, íbúi í Elazig-borg, við AFP.

Þættir