Parið frá Kirgistan sigraði (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 25. janúar | 23:46 
Dansað var til úrslita á Reykjavíkurleikunum í gærkvöldi á glæsilegu galakvöldi í Laugardalshöll. Í fullorðinsflokki dönsuðu sex pör í úrslitunum frá fimm mismunandi löndum en 17 pör hófu upphaflega keppni í þessum flokki.

Dansað var til úrslita á Reykjavíkurleikunum í gærkvöldi á glæsilegu galakvöldi í Laugardalshöll. Í fullorðinsflokki dönsuðu sex pör í úrslitunum frá fimm mismunandi löndum en 17 pör hófu upphaflega keppni í þessum flokki. Svo fór að Artem Semerenko og Valeriya Kachalki frá Kirgistan sigruðu. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá pörin sem komust í úrslit dansa cha cha cha og eru sigurvegararnir frá Kirgistan par númer 72.

Úrslit í fullorðinsflokki í suðuramerískum dönsum:

  1. Artem Semerenko og Valeriya Kachalki, Kirgistan (númer 72)
  2. Jan Janzen og Weronika Zofia Mlynarczyk, Þýskalandi (númer 82)
  3. Maksym Kravchenko og Paula Kukute, Lettlandi (númer 83)
  4. Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir, Íslandi (númer 85)
  5. Dave Firestein og Shely Umansky, Bandaríkjunum (númer 76)
  6. Björn Sverrir Ragnarsson og Birgitta Dröfn Björnsdóttir, Íslandi (númer 74)

Þættir