Stjörnur minnast Kobe Bryant

ERLENT  | 27. janúar | 6:38 
Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish átti sviðið á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi en hún hlaut fimm verðlaun, þar á meðal fjögur helstu verðlaun hátíðarinnar. Gestir hátíðarinnar minntust körfuboltaleikmannsins Kobe Bryant á hátíðinni sem var haldin í heimaborg hans, Los Angeles.

Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish átti sviðið á Grammy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi en hún hlaut fimm verðlaun, þar á meðal fjögur helstu verðlaun hátíðarinnar. Gestir hátíðarinnar minntust körfuboltaleikmannsins Kobe Bryant á hátíðinni sem var haldin í heimaborg hans, Los Angeles. 

Eilish, sem er 18 ára gömul, átti plötu ársins, lag ársins, smáskífu ársins og var útnefnd nýliði ársins. Lizzo, sem var einn helsti keppinautur Eilish á hátíðinni, hlaut þrenn verðlaun en hún minntist Kobe Bryant í þakkarorðum sínum. Alicia Keys, sem var kynnir kvöldsins, tók undir með Lizzo og sagði að þau sem væru þarna saman komin væru full sorgar. „Fyrr í dag misstu Los Angeles, Bandaríkin og allur heimurinn hetju.“

 

 

 

Hún bætti við að þau væru þarna saman komin í húsinu sem Kobe Bryant gerði en verðlaunahátíðin fór fram í Staples Center á svæðinu þar sem körfuboltaleikmaðurinn komst á spjöld sögunnar með Los Angeles Lakers. Keys tók síðan lagið It's So Hard to Say Goodbye (To Yesterday) með Boyz II Men.

Kobe Bryant og 13 ára gömul dóttir hans, Gianna, eru meðal níu manns sem létust í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í gær. Bryant, sem var 41 árs, var um borð í einkaþyrlu þegar hún hrapaði og varð eldi að bráð. 

Frétt mbl.is

Heildarlistinn

Þættir