Vorum frekar að tuða í dómaranum

ÍÞRÓTTIR  | 2. febrúar | 21:43 
Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, átti von á meiru frá sínum mönnum þegar þeir mættu Keflavík í Dominos-deild karla í kvöld. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, átti von á meiru frá sínum mönnum þegar þeir mættu Keflavík í Dominos-deild karla í kvöld. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

https://www.mbl.is/sport/korfubolti/2020/02/02/keflvikingar_ekki_i_vandraedum/

Lárus var kokhraustur eftir leik þegar hann sagði sína menn hafa komið til Keflavíkur til að vinna leikinn, en eftir fyrsta leikhluta fannst honum hans menn einfaldlega ekki eiga möguleika í þessum leik.  Lárusi fannst vanta meiri greddu í sína menn en ætlaði ekki að dvelja lengi við þessi úrslit heldur byrja að undirbúa sig fyrir næsta leik sem er gegn Njarðvíkingum. 

Þættir