„Ég gæti orðið næsti forsætisráðherra“

ERLENT  | 11. febrúar | 7:22 
„Þetta er sögulegur sigur fyrir flokkinn,“ segir Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, þjóðernissinnaðs félagshyggjuflokks, sem fékk flest atkvæði í írsku þingkosningunum um helgina. Flokkurinn hlaut 24,5% flygi, bætti við sig 14 þingsætum og er með 37 af 160 þingsætum neðri deildar þingsins.

„Þetta er sögulegur sigur fyrir flokkinn,“ segir Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, þjóðernissinnaðs félagshyggjuflokks, sem fékk flest atkvæði í írsku þingkosningunum um helgina. Flokkurinn hlaut 24,5% flygi, bætti við sig 14 þingsætum og er með 37 af 160 þingsætum neðri deildar þingsins. 

Frétt mbl.is

„Ég gæti orðið næsti forsætisráðherra Írlands,“ sagði McDonald í samtali við írska fjölmiðla í gærkvöld. 

Sitjandi forsætisráðherra, Leo Vara­dk­ar, og mið-hægriflokkur hans, Fianna Fáil, fékk 22,2% atkvæða en fær flesta þingmenn, 38 talsins, þar sem Sinn Féin var aðeins með 42 frambjóðendur í 39 kjördæmum. Kosningakerfið hefur einnig áhrif á fjölda þingsæta. Fianna Fáil tapar samt sem áður sex þingsætum frá síðustu kosningum fyrir fjórum árum. 

Borgaraflokkurinn Fine Gael, sem nú situr í ríkisstjórn, fékk 20,9% atkvæða og 35 þingmenn kjörna. Alls fengu 10 flokkar þingmenn kjörna og segir McDonald vera hennar fyrsta val að mynda ríkisstjórn með einhverjum af minni flokkunum sjö. 

Frétt BBC

Þættir