Risaleikur á mánudag - Liverpool getur náð 25 stiga forskoti

ÍÞRÓTTIR  | 13. febrúar | 22:53 
Enska úrvalsdeildin í fótbolta heldur göngu sinni áfram um helgina er síðari hluti 26. umferðar verður leikinn. Alls verða sex leikir á dagskrá yfir fjóra daga.

Enska úrvalsdeildin í fótbolta heldur göngu sinni áfram um helgina er síðari hluti 26. umferðar verður leikinn. Alls verða sex leikir á dagskrá yfir fjóra daga. 

Stórleikur umferðarinnar er á mánudaginn en þá mætast Chelsea og Manchester United á Stamford Bridge. Þá getur Liverpool náð 25 stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri á nýliðum Norwich á útivelli. 

Hér að neðan má sjá dagskrá helgarinnar í enska boltanum. Í meðfylgjandi myndskeiði fara þeir Tómas Þór Þórðarson og Bjarni Þór Viðarsson yfir leikina, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Föstudagurinn 14. febrúar: 
20:00 Wolves - Leicester

Laugardagurinn 15. febrúar: 
12:30 Southampton - Burnley 
17:30 Norwich - Liverpool 

Sunnudagurinn 16. febrúar: 
14:00 Aston Villa - Tottenham 
16:30 Arsenal - Newcastle 

Mánudagurinn 17. febrúar:
20:00 Chelsea - Manchester United

Þættir