„Þrautseigja í gegnum leikinn“

ÍÞRÓTTIR  | 15. febrúar | 23:40 
Ægir Þór Steinarsson, var valinn maður leiksins, þegar Stjarnan lagði Grindavík að velli í úrslitaleik Geysisbikarsins í körfuknattleik í dag. Ægir gaf 14 stoðsendingar á samherja sína, spilaði góða vörn að venju og skoraði 19 stig.

Ægir Þór Steinarsson, var valinn maður leiksins, þegar Stjarnan lagði Grindavík að velli í úrslitaleik Geysisbikarsins í körfuknattleik í dag. Ægir gaf 14 stoðsendingar á samherja sína, spilaði góða vörn að venju og skoraði 19 stig.

Bikarinn

Ægir hefur þá þrívegis orðið bikarmeistari en hann var einnig í liði Stjörnunnar í fyrra og vann bikarinn með KR áður en hann hélt til Spánar fyrir nokkrum árum.

Ægir sagði það stundum gleymast hversu erfitt það er að vinna þessa keppni og úrslitaleikina. Það séu forréttindi að ná að vinna keppnina þrívegis.

Viðtalið við Ægi í heild sinni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

 

Þættir