„Held að þau hafi ekki sofið mikið“

ÍÞRÓTTIR  | 15. febrúar | 23:55 
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sagðist hafa sett sér það markmið að ná í bikar með Skallagrími þegar hún snéri aftur í uppeldisfélagið fyrir nokkrum árum síðan.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sagðist hafa sett sér það markmið að ná í bikar með Skallagrími þegar hún snéri aftur í uppeldisfélagið fyrir nokkrum árum síðan.

Bikar

Markmiðið náðist í dag þegar Skallagrímur sigraði í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir sigur á KR 66:49 í úrslitaleik. Hún tjáði mbl.is í Laugardalshöllinni að fyrir vikið muni hún alltaf geta gengið sátt frá íþróttinni eftir að hafa náð þessum áfanga. 

„Þetta var geggjað. Ég á eiginlega ekki mörg orð til að lýsa þessu og það fer margt í gegnum hausinn á manni núna,“ sagði Sigrún meðal annars við mbl.is en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í meðfylgjandi myndskeiði. 

Þættir