Fimm bestu mörkin - myndskeið

ÍÞRÓTTIR  | 19. febrúar | 13:11 
Enska úrvalsdeildin hefur valið fimm bestu mörkin í 26. umferðinni, eða leikjunum sem fóru fram tvær síðustu helgar, en umferðinni lýkur reyndar með leik Manchester City og West Ham í kvöld sem sýndur er á Símanum Sport og hefst kl. 19.30.

Enska úrvalsdeildin hefur valið fimm bestu mörkin í 26. umferðinni, eða leikjunum sem fóru fram tvær síðustu helgar, en umferðinni lýkur reyndar með leik Manchester City og West Ham í kvöld sem sýndur er á Símanum Sport og hefst kl. 19.30.

Þau fimm mörk sem valin voru best má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Þar skorar Bernard fyrir Everton gegn Crystal Palace, Matej Vydra fyrir Burnley gegn Southampton, Toby Alderweireld fyrir Tottenham gegn Aston Villa, Nicolas Pépé fyrir Arsenal gegn Newcastle og Harry Maguire fyrir Manchester United gegn Chelsea.

Þættir