Írönsk stjórnvöld sökuð um yfirhylmingu

ERLENT  | 25. febrúar | 6:42 
Írönsk stjórnvöld neita því staðfastlega að verið sé að hylma yfir raunverulega útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 þar í landi, en borgarstjórnarfulltrúi í borginni Qom hefur sakað stjórnvöld um lygar og sagt raunverulegan fjölda látinna nærri 50.

Írönsk stjórnvöld neita því staðfastlega að verið sé að hylma yfir raunverulega útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 þar í landi, en borgarstjórnarfulltrúi í borginni Qom hefur sakað stjórnvöld um lygar og sagt raunverulegan fjölda látinna nærri 50.

Samkvæmt opinberum tölum íranskra stjórnvalda er tala látinna orðin 12, sem er hæsta tala látinna utan Kína, en skemmst er að minnast þess þegar írönsk stjórnvöld þögðu yfir því dögum saman að hafa óvart grandað úkraínskri farþegaflugvél í janúar, og efast því einhverjir um að verið sé að segja allan sannleikann varðandi útbreiðslu kórónuveirunnar í Íran.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/01/11/truflun_og_tiu_sekundur_kostudu_176_mannslif/

Nágrannalönd Íran hafa lokað landamærum sínum að Íran af ótta við útbreiðslu veirunnar.

Segir af sér ef tölurnar standast

Ahmad Amirabadi Farahani, sem situr í borgarstjórn heilögu borgarinnar Qon, segir að alla vega 50 hafi látist af völdum kórónuveirunnar í borginni og sakar írönsk stjórnvöld um lygar.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/02/23/loka_landamaerum_sinum_ad_iran/

Írönsk stjórnvöld neita ásökuninni og segjast hafa óskað eftir lista með nöfnum þeirra sem látist hafa af völdum veirunnar í Qon. „Ef fjöldi þeirra er helmingur eða jafnvel bara fjórðungur þessarar tölu, segi ég af mér,“ sagði staðgengill heilbrigðisráðherra Írans, Iraj Harirchi, í yfirlýsingu.

Tedros Adhanom, yf­ir­maður Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO), segir mikla fjölgun tilfella COVID-19 á Ítalíu, í Suður-Kóreu og Íran mikið áhyggjuefni.

 

 

 

Þættir