Vinnslan í liðinu var til fyrirmyndar (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 1. mars | 22:40 
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR var gríðarlega sáttur við sína menn eftir sigur liðsins á Njarðvík, 87:81, í leik liðanna í Dominos-deild karla í körfuknattleik.

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari KR var gríðarlega sáttur við sína menn eftir sigur liðsins á Njarðvík, 87:81, í leik liðanna í Dominos-deild karla í körfuknattleik.

Leikurinn var einkar mikilvægur í ljósi þess að í húfi var heimavallarréttur í úrslitakeppninni en KR hefur nú 24 stig í 4. sæti á meðan Njarðvík hefur 22 stig í 5. sæti.

Ingi sagði sína menn hafa mætt vel stemmda til leiks og það að hafa náð að vinna með sjö stigum hafi verið mjög mikilvægt því þar með standa þeir betur að vígi en Njarðvík í innbyrðisviðureignum.

Ingi var einnig ánægður að sjá að Kristófer Acox er óðum að ná fyrri styrk.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir