Skiptir engu máli hvar liðið spilar ef þetta er frammistaðan

ÍÞRÓTTIR  | 1. mars | 22:50 
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, leyndi ekki vonbrigðum sínum í kvöld með frammistöðu sinna manna eftir tap gegn KR í Dominos-deild karla í körfuknattleik, 87:81.

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, leyndi ekki vonbrigðum sínum í viðtali eftir tap síns liðs gegn KR í Dominos-deild karla í körfuknattleik þar sem lokatölur suður með sjó urðu 87:81, Vesturbæjarliðinu í vil. 

Einar Árni segir að ákvarðanataka Njarðvíkurliðsins hafi á löngum kafla í leiknum verið afleit á báðum endum vallarins og að fyrri hálfleikur hafi verið sérstaklega slæmur.

Í samtali við mbl.is í kvöld neitaði Einar því ekki að mögulega hafi hans menn gert sig seka um vanmat því framan af fannst honum þeir vera að verjast í sínum aðgerðum. 

Sjálfur segist hann ekki hafa miklar áhyggjur af heimavallarrétti í augnablikinu því ef liðið spilar eins og það gerði í kvöld þá skipti engu máli hvar liðið spilar.

Njarðvík hefur 22 stig í 5. sæti deildarinnar en KR 24 stig í 4. sæti. 

Þættir