Þessir ungu guttar gera alltaf sömu mistökin aftur (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 8. mars | 20:42 
Arn­ar Gunn­laugs­son og Eiður Smári Guðjohnsen voru gest­ir Tóm­as­ar Þórs Þórðar­son­ar í Vell­in­um á Sím­inn sport í gær­kvöld og rýndu þar í uppákomu Harrys Wilsons í leik Liverpool og Bournemouth um helgina.

Arn­ar Gunn­laugs­son og Eiður Smári Guðjohnsen voru gest­ir Tóm­as­ar Þórs Þórðar­son­ar í Vell­in­um á Sím­inn sport í gær­kvöld og rýndu þar í uppákomu Harrys Wilsons í leik Liverpool og Bournemouth um helgina.

Wilson er að láni hjá Bournemouth frá Liverpool en spilaði ekki leikinn vegna meiðsla. Hann var því uppi í stúku að fylgjast með sínum félögum, íklæddur Liverpool-úlpu. „Þetta er bara asnalegt, hann á bara að vera í Bournemouth-úlpu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen um atvikið, „svo getur hann farið beint í Liverpool-úlpuna sína þegar hann kemur til baka.“

Bút­inn úr þætt­in­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

Þættir