Gylfi byrjaður að læra spænsku (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 10. mars | 23:09 
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er í áhugaverðu viðtali við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport og mun mbl.is birta hluta af viðtalinu daglega næstu daga. Fyrsti hlutinn kom út í gærkvöldi.

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er í áhugaverðu viðtali við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport og mun mbl.is birta hluta af viðtalinu daglega næstu daga. Fyrsti hlutinn kom út í gærkvöldi. 

Gylfa leiðist ekki þegar hann er ekki á fótboltavellinum því hann hefur nóg að gera. Er hann bæði að læra á píanó og svo spænsku. Hann vildi samt ekki gefa það út hvort það væri sérstök ástæða fyrir spænskunáminu eða hvort það væri vísbending um að hann væri á leiðinni til félags á Spáni. 

Bútinn úr þessu skemmtilega viðtali má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Gylfi segir skemmtilega sögu af Ferguson

Þættir