Ótrú­leg umskipti Manchester United (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 11. mars | 10:21 
Manchester United heimsækir Tottenham í Lundúnum í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Því er við hæfi að rifja upp ótrúlegan leik liðanna á White Hart Lane, gamla heimavelli Tottenham, árið 2001.

Manchester United heimsækir Tottenham í Lundúnum í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Því er við hæfi að rifja upp ótrúlegan leik liðanna á White Hart Lane, gamla heimavelli Tottenham, árið 2001.

Tottenham rauk í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik og virtist hreinlega leika sér að Englandsmeisturum síðustu þriggja ára en United, undir stjórn sir Alex Fergusons, var allt annað lið eftir hlé.

Andy Cole, Laurent Blanc, Ruud van Nistelrooy, Juan Sebastian Veron og David Beckham skoruðu mörkin til að tryggja United sigur í einum ótrúlegasta viðsnúningi úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Sjá má mörkin úr leiknum í spilaranum hér að ofan.

Mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

 

Þættir