Ólgusjór á mörkuðum

VIÐSKIPTI  | 17. mars | 7:42 
Hlutabréfamarkaðir í Asíu hafa heldur rétt úr kútnum í dag eftir að hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu mjög mikið í gær. Fallið í bandarísku kauphöllinni er það mesta á einum degi í rúma þrjá áratugi.

Hlutabréfamarkaðir í Asíu hafa heldur rétt úr kútnum í dag eftir að hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu mjög mikið í gær. Fallið í bandarísku kauphöllinni er það mesta á einum degi í rúma þrjá áratugi.

Á Filippseyjum hefur hlutabréfamörkuðum verið lokað en það er fyrsta landið sem grípur til þeirra aðgerða. Ekki er upplýst um hve lengi markaðir verða lokaðir en víðtækar lokanir eru þar í landi.

Í Sydney hækkaði hlutabréfavísitalan um 5,8% eftir að hafa lækkað um 9,7% í gær. Í Tókýó nam hækkun dagsins 0,1%, Hong Kong 0,4% og Mumbai 0,8%. Aftur á móti lækkaði hlutabréfavísistalan í Sjanghaí um 0,3% og í Jakarta nam lækkunin rúmum 4%. Eins lækkuðu hlutabréfavísitölur í Seúl, Taipei og Singapúr. 

Á Wall Street voru lækkanirnar þær mestu á einum degi frá árinu 1987 en þar lækkaði S&P 500 sem og Nasdaq um 12% pg Dow Jones lækkaði um tæp 13%.

Á olíumarkaði hefur Brent-Norðursjávarolía hækkað um 2,2% eftir mikla lækkun í gær. Það þýðir að verðið á tunnunni er nú 30,71 bandaríkjadalur. West Texas Intermediate-olía hækkaði um 4,1% og er nú 29,87 dalir tunnan. 

Þættir