Hvers vegna er Sigurður Ingi með hringinn á þumlinum?

FÓLKIÐ  | 17. mars | 11:46 
Er kjúkan á baugfingri þínum jafnstór kjúkunni á þumalfingrinum? Það er óvenjulegt. En ef svo er þá áttu það sameiginlegt með Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og þar er hún líka komin ástæðan fyrir því að hann ber giftingarhringinn sinn á þumlinum.

Er kjúkan á baugfingri þínum jafnstór kjúkunni á þumalfingrinum? Það er óvenjulegt. En ef svo er þá áttu það sameiginlegt með Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og þar er hún líka komin ástæðan fyrir því að hann ber giftingarhringinn sinn á þumlinum. 

Þetta uppgötvaði hann á nefndarfundi, sem að hans sögn eru ekki alltaf skemmtilegir fundir og þess vegna fór hann fikta við hringinn sinn. Þess vegna byrjaði hann líka að taka í nefið, til að hafa eitthvað fyrir stafni á fundinum. En það er önnur saga. Áður starfaði hann sem dýralæknir og þá gat hann ekki gengið með hring.

„Hann getur orðið eftir inni í leginu á kú,“ segir þessi stórskemmtilegi ráðherra í mjög svo upplýsandi og skemmtilegu viðtali í næsta þætti af Með Loga í Sjónvarpi Símans. Þátturinn verður sýndur á fimmtudaginn kl. 20:10.

Þættir