Þrír starfsmenn slökkviliðsins smitaðir

INNLENT  | 18. mars | 15:00 
Þrír starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eru smitaðir af kórónuveirunni og eru þeir allir í einangrun. Þá eru ellefu starfsmenn til viðbótar í sóttkví.

Þrír starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eru smitaðir af kórónuveirunni og eru þeir allir í einangrun. Þá eru ellefu starfsmenn til viðbótar í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu slökkviliðsins.

„Við vorum vel undirbúin undir þetta og höfðum t.d. tekið í notkun fleiri starfsstöðvar til að minnka áhrif sem smit hefur á vaktirnar okkar,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir jafnframt að samstaða sé mikil og starfsfólk í fæðingarorlofi hafi meðal annars boðist til að koma fyrr til starfa. Þá hafi fyrrverandi starfsmenn haft samband og boðið fram aðstoð sína.

„Við höldum áfram að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir frekara smit hjá okkur og þar treystum við á ykkur. Það er mikilvægt að þið gefið mjög nákvæmar upplýsingar til 112 ef um alvarleg veikindi er að ræða og þið þurfið sjúkrabíl. Allur okkar viðbúnaður er meiri og annar ef um smit er ræða. Munum að við erum öll almannavarnir.“

 

 

Þættir