Eldhúsvaskurinn er minn staður á heimilinu

SMARTLAND  | 3. apríl | 12:17 
Guðni Gunnarsson, eða Rope Yoga Guðni eins og hann er kallaður, býr ásamt Guðlaugu Pétursdóttur í fallegri íbúð í Garðabænum.

Guðni Gunnarsson, eða Rope Yoga Guðni eins og hann er kallaður, býr ásamt Guðlaugu Pétursdóttur í fallegri íbúð í Garðabænum. 

Hátt er til lofts og vítt til veggja á heimilinu og segir Guðni að þau hafi heillast um leið og þau komu inn í rýmið. Þau skiptu flísum út fyrir parket og gerðu heimilið að sínu. Guðni vill hafa snyrtilegt í kringum sig og segir að reiða sé velsæld en óreiða vansæld og því velur hann fyrri kostinn. 

Þegar hann er spurður um sinn stað á heimilinu kemur í ljós að eldhúsvaskurinn hittir hann í hjartastað og fyrir framan hann líður honum best. 

„Það er ákveðin hugleiðsla og snerting við vatnið að vaska upp,“ segir Guðni. 

 

Þættir