Eldur við malbikunarstöðina Höfða

INNLENT  | 5. apríl | 13:40 
Mikill eldur kviknaði klæðingu á í tjörutanki við malbikunarstöðina Höfða á Sævarhöfða nú fyrir skömmu og hefur allt tiltækt slökkvilið verið sent á staðinn, samkvæmt heimildum mbl.is. Einnig er verið að kalla út aukalið vegna brunans. Tilkynning um eldinn barst um klukkan hálf ellefu.

Mikill eldur kviknaði klæðingu á í tjörutanki við malbikunarstöðina Höfða á Sævarhöfða nú fyrir skömmu og hefur allt tiltækt slökkvilið verið sent á staðinn, samkvæmt heimildum mbl.is. Einnig er verið að kalla út aukalið vegna brunans. Tilkynning um eldinn barst um klukkan hálf ellefu.

 

 

Samkvæmt heimildum mbl.is eru unnið í körfubílum við að ráða niðurlögum eldsins og hindra að hann komist inn í tankinn sjálfan. í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að verið væri að rífa þakið af tankinum til að komast að eldinum, en ekki er talið að eldur sé inni í tankinum sjálfum.

Ekki fengust frekari upplýsingar um málið að svo stöddu hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttin verður uppfærð.

 

Þættir