Virgin Australia hlekkist á

VIÐSKIPTI  | 21. apríl | 7:10 
Ástralska flugfélagið Virgin Australia óskaði eftir greiðslustöðvun í dag og er þar með stærsta flugfélagið í heiminum sem hefur þurft að lúta lægra haldi fyrir áhrifum kórónuveirunnar.

Ástralska flugfélagið Virgin Australia óskaði eftir greiðslustöðvun í dag og er þar með stærsta flugfélagið í heiminum sem hefur þurft að lúta lægra haldi fyrir áhrifum kórónuveirunnar.

Flugfélagið sendi tilkynningu til kauphallarinnar í Ástralíu í dag þar sem fram kemur að félagið ætli að halda áfram þeim flugferðum sem þegar væru á áætlun þrátt fyrir að reksturinn sé komin í hendur bústjóra. „Ástralía þarf á öðru flugfélagi að halda og við erum ákveðin í að halda áfram að fljúga,“ segir forstjóri Virgin Australia Group, Paul Scurrah, í tilkynningu en flugfélagið er næststærsta flugfélag landsins.

Skuldir flugfélagsins nema yfir fimm milljörðum Ástralíudala, sem svarar til 462 milljarða króna. Félagið hefur óskað eftir 1,4 milljarða dala láni til það halda sér á floti en ríkisstjórnin neitaði að veita félaginu, sem er í meirihlutaeigu erlendra fyrirtækja, ríkisábyrgð.

 

Þættir