Fóstbræður snúa aftur með Þriðjudagskvöld

MATUR  | 21. apríl | 11:57 
Domino's hefur endurvakið eitt vinsælasta atriði Fóstbræðra fyrr og síðar frá 1998 þegar Gleðisveitin Partý gaf út hið vinsæla lag „Þriðjudagskvöld" sem fjölmargir kannast við.

Domino's hefur endurvakið eitt vinsælasta atriði Fóstbræðra fyrr og síðar frá 1998 þegar Gleðisveitin Partý gaf út hið vinsæla lag „Þriðjudagskvöld" sem fjölmargir kannast við.

Upphaflega snerist grín Fóstbræðra um hvað helgin væri lengi að líða og erfitt að bíða eftir þriðjudagskvöldum því þau væru jú aðalkvöld vikunnar.

„Domino's vildi halda upp á 10 ára afmæli hins sívinsæla Þriðjudagstilboðs en það hefur verið á sama verði frá upphafi eða 1.000 kr. og orðið fastur liður á þriðjudögum hjá mörgum viðskiptavinum fyrirtækisins”, segir Berglind Jóndóttir, markaðsfulltrúi Domino´s en þriðjudagskvöldin eru heilög kvöld á fjölmörgum heimilum hérlendis út af tilboðinu.

„Þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson voru því fengnir til þess að rifja upp lagið í tilefni afmælisins og er útkoman bráðfyndin eins og sjá má á samfélagsmiðlasíðum Domino’s,” segir Berglind en hér gefur að líta viðtal við forsprakka Gleðisveitarinnar Partý þar sem sagan á bak við lagið er rifjuð upp.


Þættir