Flottir en lítið notaðir vellir

ÍÞRÓTTIR  | 5. maí | 17:10 
Á sama tíma í fyrra var verið að leika í annarri umferð efstu deilda á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Nú er staðan önnur þrátt fyrir kjöraðstæður eftir góðviðri undanfarinna daga. Á þeim fáu grasvöllum sem enn er leikið á er útlitið gott og ættu vellirnir að vera upp á sitt besta þegar mótin hefjast.

Á sama tíma í fyrra var verið að leika í annarri umferð efstu deilda á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Nú er staðan önnur þrátt fyrir kjöraðstæður eftir góðviðri undanfarinna daga. Á þeim fáu grasvöllum sem enn er leikið á er útlitið gott og ættu vellirnir að vera upp á sitt besta þegar mótin hefjast.

Í myndskeiðinu er kíkt á aðstæður í Kaplakrikanum þar sem grasið er orðið iðagrænt og fallegt en flest lið eru þó komin með gervigras á sína velli sem líta náttúrlega vel út líka. Í myndskeiðinu má sjá að aðstæður til knattspyrnuiðkunar eru líka til fyrirmyndar í Kópavoginum.

Frétt mbl.is

Þættir