Sprenging í frisbígolfinu

INNLENT  | 15. maí | 16:07 
Frá því að fyrstu frisbígolfvellirnir voru settir upp hér á landi hefur íþróttin orðið sífellt vinsælli og á síðustu tveimur árum hefur orðið sprenging í iðkuninni. Langflestir stunda hana sem dægradvöl en skipulögð mót eru einnig vinsæl og eru fleiri en 100 á hverju ári.

Frá því að fyrstu frisbígolfvellirnir voru settir upp hér á landi hefur íþróttin orðið sífellt vinsælli og á síðustu tveimur árum hefur orðið sprenging í iðkuninni. Langflestir stunda hana sem dægradvöl en skipulögð mót eru einnig vinsæl og eru fleiri en 100 á ári.

„Í vor höfum við séð fjölda sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Birgir Ómarsson, formaður Íslenska frisbígolfsambandsins. Þar hafi náttúrulega ástandið spilað inn í en einnig aðstaðan sem hefur verið sett upp um allt land á undanförnum áratug en frisbígolfvellir landsins eru fleiri en sextíu talsins.

Í myndskeiðinu er rætt við Birgi og Ólaf Haraldsson sem er fromaður Frisbígolfklúbbs Reykjavíkur. 

Sérstök frisbígolfbúð er starfrækt og þar renna diskarnir út eins og heitar lummur enda geta spilarar verið með allt frá sex og upp í tuttugu ólíka frisbídiska í tösku sinni þegar þeir ganga hringinn.

Keppnistímabilið fram undan byrjar síðar í maí og stendur fram í september. Keppt er í Íslandsbikarnum og Íslandsmótið fer fram dagana 28.-30. ágúst. Fyrsta mótið í Íslandsbikarnum er Opna Reykjavíkurmótið sem fer fram í Gufunesi dagana 22.-24. maí nk.   

Þættir