Opnun sundlauganna vekur athygli erlendis

ERLENT  | 18. maí | 20:50 
Líkt og alþjóð veit tóku sundþyrstir landsmenn gleði sína á ný í dag þegar sundlaugar opnuðu á ný eftir tæplega tveggja mánaða lokun vegna kórónuveirunnar.

Líkt og alþjóð veit tóku sundþyrstir landsmenn gleði sína á ný í dag þegar sundlaugar opnuðu á ný eftir tæplega tveggja mánaða lokun vegna kórónuveirunnar. 

Frétt mbl.is

Erlendir fjölmiðlar sýna einnig áhuga og skellti fréttamaður AFP-fréttastofunnar sér í Laugardalslaug í morgun og ræddi við glaða sundgesti. Fréttastofan hafði áður gert sé ferð í tóma Laugardalslaug. 

Frétt mbl.is

„Loksins get ég farið að synda!“ segir einn laugargestur í samtali við AFP. „Þetta kom sér afar illa fyrir mig. En í staðinn hafa ég og eiginkona mín gengið mikið í Laugardalnum,“ segir annar. 

Í myndskeiðinu er einnig rætt við Sigurð Víðisson, forstöðumann Laugardalslaugar, sem lýsir því hvernig laugin fylltist klukkan eitt eftir miðnætti. 

 

Þættir